Sjálfbærni-
lausnir
Stika býður samþættar lausnir sem auðvelda fyrirtækjum yfirsýn í rekstri, styðja við græna fjármögnun og gera þeim kleift að mæta lagalegum kröfum um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf.

Snjallsorp
Háþróað flokkunarkerfi þar sem vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman að nákvæmri skráningu sorps. Með lausninni skráist magn og flokkur sorps með rafrænum hætti niður á notanda auk kolefnisfótspors hverrar losunar. Upplýsingar eru birtar í mælaborði.
- Rauntíma skráning sorps í skýið
- Nákvæm skráning á hver, hvað, hvenær
- Eykur yfirsýn og hagkvæmni
- Auðvelt að útfæra tæknilausnir sem taka mið af einstaka þörfum
- Styður við græna fjármögnun
ESG bókhaldskerfi
UFS bókhaldskerfið okkar auðveldar fyrirtækjum yfirsýn á mælikvörðum sem tengjast frammistöðu í sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Kerfið styður við fjölbreytta gagnastrauma en nákvæm gögn og greiningar á þeim skila sér í markvissari viðbrögðum til úrbóta og hagkvæmari rekstri.
- Unnið með alla virðiskeðjuna
- Fjölbreyttir gagnastraumar
- Áhersla lögð á alla þætti UFS
- Mælaborð með lykilmælikvörðum
- Skýrslur sem taka mið af Evrópskum stöðlum um sjálfbærni (ESRS)


Stjórnunarkerfi
Verklag kerfisins byggir á alþjóðlegum stöðlum og viðurkenndu verklagi við samhæfða áhættustjórnum sem nýtist við greiningu og mat á lykiláhættuþáttum. Þetta myndar grunninn að tvíþátta mikilvægisgreiningu og birgjamati. Með því að samtvinna verklag við áhættustjórnun þvert á skipulagsheildir er fylgni við CSRD og þá sjálfbærniupplýsingastaðla (ESRS) sem regluverkinu fylgja, auðvelduð til muna.
- Styður við alla helstu alþjóðlegu stjórnunarstaðla t.d. COSO ERM, ISO 31000, ISO 9001, ISO 14001, ISO 45001 og ISO 27001
- Viðurkennt verklag við samhæfða áhættustjórnun sem nýtist við greiningu og mat á megin áhrifum, tækifærum og ógnunum
- Greining á mikilvægi áhugasamra aðila
- Hlítingaskrá við lög og reglur
- Stjórnendaupplýsingar